Enski boltinn

Brendan Rodgers: Ég naut þess að horfa á okkur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jonjo Shelvey og Glen Johnson fagna markinu með Daniel Agger.
Jonjo Shelvey og Glen Johnson fagna markinu með Daniel Agger. Nordicphotos/Getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, var kampakátur með 1-0 sigur sinna manna á Southampton í dag.

Liverpol réð gangi leiksins frá upphafi til enda en gekk erfiðlega fyrir framan mark gestanna. Daniel Agger skoraði eina mark leiksins með fínum skalla á 43. mínútu.

„Mér fannst við frábærir í dag. Okkur skorti bara lokasnertinguna. Ég naut þess að horfa á okkur spila í dag," sagði Norður-Írinn.

„Eftir því sem á tímabilið líður förum við vonandi að nýta færin. Við áttum sigurinn skilið heilt á litið og við hefðum átt að tryggja okkur sigurinn mun fyrr."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×