Enski boltinn

Mancini: Þreyttir eftir þrjá leiki á sex dögum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, kenndi þreytu um jafntefli sinna manna gegn Everton á Etihad-leikvanginum í dag.

„Við lentum undir í fyrri hálfleik sem gerði leikinn erfiðan fyrir okkur eins og er alltaf tilfellið gegn Everton," sagði Mancini en Everton hefur reynst City erfiður andstæðingur undanfarin ár.

„Við reyndum að brjóta niður vörn þeirra en við vorum þreyttir eftir þrjá leiki á sex dögum. Auk þess eiga leikmenn okkar við meiðsli að stríða," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×