Enski boltinn

Ferguson: Engin ástæða til að taka Lindegaard úr liðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Anders Lindegaard.
Anders Lindegaard. Nordicphotos/Getty
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Daninn Anders Lindegaard sé aðalmarkvörður liðsins um þessar mundir.

De Gea var keyptur til United sumarið 2011 fyrir háa upphæð en Spánverjanum gekk illa að festa sig í sessi á síðustu leiktíð. De Gea hefur setið á bekknum í síðustu fjórum leikjum United og ljóst að Daninn hefur yfirhöndina í samkeppni markvarðanna sem stendur.

„Anders hefur staðið sig vel. Staðan er sú að ég sé enga ástæðu til þess að taka hann út úr liðinu," segir Ferguson sem vonar að De Gea sýni stöðunni skilning.

„Við þurfum meiri stöðugleika. Þess vegna var Anders í markinu á miðvikudaginn (gegn West Ham). Ég hefði auðveldlega getað skipt um amrkvörð en Anders hefur ekki gert nein mistök."

„Vonandi hefur David (De Gea) skilning á þessu," segir Ferguson og bætir við að ekkert sé ákveðið hvor þeirra verði aðalmarkvörður liðsins til frambúðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×