Erlent

Nokkrir fórust þegar hraðbrautargöng hrundu í Japan

Nokkur illa brennd lík hafa fundist í hraðbrautargöngum í Japan en hluti af þeim hrundi saman snemma í morgun. Enn er sjö manns saknað úr göngunum en björgunarsveitir hafa ekki getað komist inn í göngin vegna hættu á frekara hruni í þeim.

Um er að ræða Sasago göngin fyrir vestan Tókýó en þau eru ein lengstu hraðbrautargöng í landinu. Talið er að 20 sentimetra þykkar steypublokkir í þaki ganganna hafi hrunið á 50 til 60 metra löngum kafla þegar töluverð umferð var í þeim.

Við hrunið kviknaði í einhverjum bílanna sem urðu undir blokkunum og lagði þykkan reyk frá þeim í fyrstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×