Enski boltinn

Norwich hafði betur gegn Sunderland

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pilkington fagnar marki sínu í dag.
Pilkington fagnar marki sínu í dag. Nordicphotos/Getty
Norwich vann góðan 2-1 heimasigur á Sunderland í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Carrow Road í dag.

Sebastian Bassong virðist hafa fundið gömlu takkaskóna hans Hemma Gunn því hann fann leiðina í markið annan leikinn í röð. Miðvörðurinn skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu og kom heimamönnum yfir eftir átta mínútna leik.

Kantmaðurinn Anthony Pilkington tvöfaldaði forystu heimamanna á 37. mínútu með fallegu marki. Gestirnir minnkuðu muninn með fínu marki Craig Gardner undir lok hálfleiksins.

Síðari hálfleikur var fjörugur en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki. Norwich komst upp að hlið Liverpool í 11.-12. sæti deildarinnar með 19 stig. Sunderland er hins vegar í 17. sæti með 13 stig, einu stigi frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×