Það gekk heldur erfiðlega hjá hinum 29 ára gamla Navid Rezvani í undanúrslitum norsku hæfileikakeppninnar Norske Talenter.
Rezvani sýndi mikla tilburði á dansgólfinu. Svo mikla í raun að hann sló höfðinu í gólfið svo úr blæddi.
Rezvani virðist þó ekki hafa tekið eftir meiðslunum. Hann kláraði dansrútínuna með alblóðugt andlit og fékk síðan mikið lof frá sérfræðingum í dómnefnd.
Hægt er að sjá atriðið hér fyrir ofan.
Erlent