Fótbolti

Hollensku strákarnir ákærðir fyrir morð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Hollenska þjóðin er enn að jafna sig á dauðsfalli sjálfboðaliða í knattspyrnuhreyfingunni. Þrír ungir knattspyrnumenn gengu í skrokk á manninum sem lét lífið af sárum sínum í gær.

Richard Nieuwenhuizen, 41 árs aðstoðardómari, varð fyrir árás þriggja 15 og 16 ára drengja, að loknum leik Nieuw Slotn og Buitenboys. Nieuwenhuizen dæmdi fyrir síðarnefnda liðið sem sonur hans leikur með.

Hollenska lögreglan handtók þremenningana í gær og hafa þeir verið ákærðir fyrir morð samkvæmt frétt CNN.

Á heimasíðu Nieuw Sloten kemur fram að leikmennirnir spili ekki framar fyrir félagið. Þá hefur félagið dregið ungmennalið sitt úr keppni og lagt starfsemi félagsins niður tímabundið.


Tengdar fréttir

Aðstoðardómari lést eftir árás leikmanna í Hollandi

Karlmaður sem gegndi stöðu aðstoðardómara í leik hjá í yngri flokkum í hollensku knattspyrnunni lést í dag eftir að nokkrir leikmenn réðust á hann í leik um helgina. AP fréttastofan greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×