Fótbolti

Aðstoðardómari lést eftir árás leikmanna í Hollandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Karlmaður sem gegndi stöðu aðstoðardómara í leik hjá í yngri flokkum í hollensku knattspyrnunni lést í dag eftir að nokkrir leikmenn réðust á hann í leik um helgina. AP fréttastofan greinir frá þessu.

Richard Nieuwenhuizen hneig niður og var fluttur í flýti á sjúkrahús eftir að leikmenn Nieuw Sloten í Amsterdam kýldu og spörkuðu í hann. Buitenboys, félagið sem Nieuwenhuizen starfaði fyrir, tilkynnti andlát hans í dag en banameinið hefur ekki verið gefið upp.

Þrír leikmenn, 15 og 16 ára, voru handteknir fyrr í dag en þeir eru sakaðir um að hafa ráðist á aðstoðardómarann.

Íþróttamálaráðherra Hollands, Edith Schippers, tjáði sig um málið við hollenska ríkismiðilinn NOS áður en andlát Nieuwenhuizen var staðfest.

„Það er afar sorglegt að svona geti átt sér stað á hollenskum íþróttavelli."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×