Áskorun Ívars: Finnið lausn á Nubo-málinu! Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2012 20:13 Knattspyrnukappinn Ívar Ingimarsson, sem er að byggja upp ferðaþjónustu á Austurlandi, segir að það yrði grátlegt ef Íslendingar köstuðu frá sér milljarða fjárfestingartækifæri á Grímsstöðum vegna hræðslu við útlendinga. Ívar telur að stærstu tækifæri til að efla landsbyggðina felist í ferðaþjónustu og sjálfur er hann að hefja smíði gistihúss á jörð sinni í Stöðvarfirði. Hann vill að stjórnvöld bjóði Nubo velkominn. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kveðst hann gera sér grein fyrir því að málið sé eldfimt. Í sínum huga sé Nubo hins vegar bara tækifæri. Hann telur ekkert óeðlilegt við áhuga Kínverjans á að byggja upp ferðaþjónustu á Grímsstöðum. Fyrir Kínverja sem búi í tugmilljóna borgum sé þetta svæði spennandi. Millistéttin í Kína, sem telji brátt eitthundrað milljónir manna, sé að fara að ferðast um heiminn og stór hluti muni vilja til Evrópu. Ívar segir grátlegt hvernig mál Nubos er að þróast. Í stað þess að horfa á þetta sem vandamál, og vera jafnvel með hræðslu eða fordóma í garð útlendinga, eigi stjórnvöld að ganga í verkið, skilgreina hvað þau telji ásættanlegt, en allt eigi að gera til að fá svona fjárfestingu inn í landið, segir Ívar. Hann telur að það yrði mikil synd ef menn köstuðu þessu tækifæri frá sér. Tugmilljarða fjárfesting Nubos yrði innspýting fyrir allt Norðausturland, frá Akureyri til Austfjarða. „Menn finna bara lausnir á því, gera samning, og skrifa undir hann. Þá er þetta ekkert mál. Það myndi skipta þetta svæði hér, og Ísland, hellings máli," segir atvinnumaðurinn fyrrverandi úr ensku knattspyrnunni. Tengdar fréttir Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15 Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. 2. desember 2012 20:32 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Knattspyrnukappinn Ívar Ingimarsson, sem er að byggja upp ferðaþjónustu á Austurlandi, segir að það yrði grátlegt ef Íslendingar köstuðu frá sér milljarða fjárfestingartækifæri á Grímsstöðum vegna hræðslu við útlendinga. Ívar telur að stærstu tækifæri til að efla landsbyggðina felist í ferðaþjónustu og sjálfur er hann að hefja smíði gistihúss á jörð sinni í Stöðvarfirði. Hann vill að stjórnvöld bjóði Nubo velkominn. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kveðst hann gera sér grein fyrir því að málið sé eldfimt. Í sínum huga sé Nubo hins vegar bara tækifæri. Hann telur ekkert óeðlilegt við áhuga Kínverjans á að byggja upp ferðaþjónustu á Grímsstöðum. Fyrir Kínverja sem búi í tugmilljóna borgum sé þetta svæði spennandi. Millistéttin í Kína, sem telji brátt eitthundrað milljónir manna, sé að fara að ferðast um heiminn og stór hluti muni vilja til Evrópu. Ívar segir grátlegt hvernig mál Nubos er að þróast. Í stað þess að horfa á þetta sem vandamál, og vera jafnvel með hræðslu eða fordóma í garð útlendinga, eigi stjórnvöld að ganga í verkið, skilgreina hvað þau telji ásættanlegt, en allt eigi að gera til að fá svona fjárfestingu inn í landið, segir Ívar. Hann telur að það yrði mikil synd ef menn köstuðu þessu tækifæri frá sér. Tugmilljarða fjárfesting Nubos yrði innspýting fyrir allt Norðausturland, frá Akureyri til Austfjarða. „Menn finna bara lausnir á því, gera samning, og skrifa undir hann. Þá er þetta ekkert mál. Það myndi skipta þetta svæði hér, og Ísland, hellings máli," segir atvinnumaðurinn fyrrverandi úr ensku knattspyrnunni.
Tengdar fréttir Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15 Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. 2. desember 2012 20:32 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15
Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. 2. desember 2012 20:32