Erlent

George Bush eldri liggur á sjúkrahúsi í Texas

George Bush eldri, fyrrum forseti Bandaríkjanna, liggur nú á sjúkrahúsi í Houston í Texas vegna bronkítis. Hann hefur glímt við þrálát hóstaköst að undanförnu.

Talsmaður sjúkrahússins segir að ástand Bush sé stöðugt og búist sé við að hann losni af sjúkrahúsinu á næstu þremur dögum.

Bush er orðinn 88 ára gamall og er þar með elsti núlifandi fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Hann hefur verið bundinn við hjólastól á síðustu árum vegna Parkinson veiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×