Vilja nota hugbúnað til þess að takmarka fjárhættuspil 30. nóvember 2012 14:26 Frumvarp innanríkisráðherrans til laga um breytingu á lögum um happdrætti var lagt fyrir á þingi í morgun. Meðal þess sem ráðherrann leggur til er að notast verði við sérstakan hugbúnað til þess að takmarka spilamennsku á netinu. Tilgangur frumvarpsins er helst sá að auka eftirlit með happdrættum, auknar forvarnir og takmörkun á aðgengi að fjárhættuspilum á netinu sem eru óheimil hér á landi. Frumvarpið er fyrsti áfangi í þeirri stefnumörkun innanríkisráðherra sem lýtur að því að draga svo sem kostur er úr því sem ráðuneytið kallar óæskileg áhrif af happdrættis- og spilastarfsemi hér á landi og stuðla um leið að ábyrgri spilun þar sem ágóði rennur eingöngu til innlendrar góðgerðarstarfsemi. Lagt er til í frumvarpinu að sérstök happdrættisstofa verði komið á laggirnar. Þeir sem hafa leyfi til að reka happdrætti, spilakassa og veðmálastarfsemi samkvæmt lögum um happdrætti, lögum um Happdrætti Háskóla Íslands, lögum um söfnunarkassa, lögum um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, lögum um happdrætti fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, lögum um getraunir og lögum um talnagetraunir skuli greiða eftirlits- og forvarnargjald til ríkissjóðs og þannig standa straum af kostnaði stofunnar. Þá vekur athygli að gert verður tilraun til þess að koma í veg fyrir að almenningur geti spilað fjárhættuspil á netinu. Það yrði helst gert í gegnum svokallaðar greiðsluþjónustur, án þess að það sé útfært frekar. Í frumvarpinu segir að líklegasta leiðin til þess að bannið nái tilgangi sínum sé að sú að fólki stæði til boða sambærileg spil á vegum trúverðugra íslenskra fyrirtækja eins og það er orðað í frumvarpinu. Þau fyrirtæki sem reka happdrætti samkvæmt sérlögum hér á landi selja flest þátttöku í spilum sínum á netinu, undantekning eru leikir í spilakössum Íslandsspila og Happdrættis Háskóla Íslands. Svo segir í frumvarpinu: „Forsenda þess að leyfa innlendum fyrirtækjum að bjóða spil af þessu tagi eru strangar reglur sem stuðla að ábyrgri spilun. Nú þegar er í notkun hugbúnaður sem gerir þetta kleift og hafa þátttakendur m.a. möguleika á að loka tímabundið fyrir eigin aðgang. Ef lokað er oftar en t.d. þrisvar sinnum fyrir spilun er reikningi lokað og ekki opnaður aftur fyrr en haft hefur verið samband við viðkomandi spilara. Sérhver spilari getur aðeins opnað einn reikning og er auðkenndur. Þá getur happdrættisfyrirtækið sett hámarksspilanotkun yfir dag, viku og mánuð, eða eftir leikjum eða leikjahópum. Að slíku þyrfti að huga í reglugerð sem ráðherra setur." Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Frumvarp innanríkisráðherrans til laga um breytingu á lögum um happdrætti var lagt fyrir á þingi í morgun. Meðal þess sem ráðherrann leggur til er að notast verði við sérstakan hugbúnað til þess að takmarka spilamennsku á netinu. Tilgangur frumvarpsins er helst sá að auka eftirlit með happdrættum, auknar forvarnir og takmörkun á aðgengi að fjárhættuspilum á netinu sem eru óheimil hér á landi. Frumvarpið er fyrsti áfangi í þeirri stefnumörkun innanríkisráðherra sem lýtur að því að draga svo sem kostur er úr því sem ráðuneytið kallar óæskileg áhrif af happdrættis- og spilastarfsemi hér á landi og stuðla um leið að ábyrgri spilun þar sem ágóði rennur eingöngu til innlendrar góðgerðarstarfsemi. Lagt er til í frumvarpinu að sérstök happdrættisstofa verði komið á laggirnar. Þeir sem hafa leyfi til að reka happdrætti, spilakassa og veðmálastarfsemi samkvæmt lögum um happdrætti, lögum um Happdrætti Háskóla Íslands, lögum um söfnunarkassa, lögum um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, lögum um happdrætti fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, lögum um getraunir og lögum um talnagetraunir skuli greiða eftirlits- og forvarnargjald til ríkissjóðs og þannig standa straum af kostnaði stofunnar. Þá vekur athygli að gert verður tilraun til þess að koma í veg fyrir að almenningur geti spilað fjárhættuspil á netinu. Það yrði helst gert í gegnum svokallaðar greiðsluþjónustur, án þess að það sé útfært frekar. Í frumvarpinu segir að líklegasta leiðin til þess að bannið nái tilgangi sínum sé að sú að fólki stæði til boða sambærileg spil á vegum trúverðugra íslenskra fyrirtækja eins og það er orðað í frumvarpinu. Þau fyrirtæki sem reka happdrætti samkvæmt sérlögum hér á landi selja flest þátttöku í spilum sínum á netinu, undantekning eru leikir í spilakössum Íslandsspila og Happdrættis Háskóla Íslands. Svo segir í frumvarpinu: „Forsenda þess að leyfa innlendum fyrirtækjum að bjóða spil af þessu tagi eru strangar reglur sem stuðla að ábyrgri spilun. Nú þegar er í notkun hugbúnaður sem gerir þetta kleift og hafa þátttakendur m.a. möguleika á að loka tímabundið fyrir eigin aðgang. Ef lokað er oftar en t.d. þrisvar sinnum fyrir spilun er reikningi lokað og ekki opnaður aftur fyrr en haft hefur verið samband við viðkomandi spilara. Sérhver spilari getur aðeins opnað einn reikning og er auðkenndur. Þá getur happdrættisfyrirtækið sett hámarksspilanotkun yfir dag, viku og mánuð, eða eftir leikjum eða leikjahópum. Að slíku þyrfti að huga í reglugerð sem ráðherra setur."
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira