Enski boltinn

Arsenal hefur viðræður um Zaha

Wilfried Zaha.
Wilfried Zaha.
Arsenal ætlar að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar og félagið hefur nú hafið viðræður við Crystal Palace um kaup á Wilfried Zaha.

Þessi tvítugi leikmaður var valinn í enska landsliðið á dögunum og er undir smásjá fjölda félaga. Þó svo Palace hafi gefið það út að leikmaðurinn verði ekki seldur í janúar ætlar Arsenal að gera sitt besta til þess ná honum þá.

Hermt er að Arsenal sé til í að greiða Palace tíu milljónir punda strax og svo tvær milljónir síðar.

Zaha er samningsbundinn Palace til ársins 2017 og félagið er sagt vilja fá umtalsvert meira en um er rætt hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×