Meistaradeildin: Hvað er um að vera á sportstöðvunum? 20. nóvember 2012 11:45 Reynir Leósson, Þorsteinn J, Heimir Guðjónsson og Hjörtur Hjartarson. Það er mikið um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld og mikið í húfi hjá mörgum liðum í riðlakeppninni. Alls verða fjórir leikir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2 og er fyrsti leikurinn á dagskrá kl. 17 þar sem að stórlið Barcelona mætir Spartak á útivelli í Moskvu í Rússlandi. Sex félög geta tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld þegar næstsíðasta umferðin fer fram í riðlum E til H en það þarf þó mikið að gerast til að sum liðanna komist áfram. Þorsteinn J fer að venju yfir það sem hæst ber í upphitunarþætti sem hefst kl. 19 og öllum leikjum kvöldsins verða gerð skil í Meistaramörkunum sem hefjast kl. 21.45. Reynir Leósson og Heimir Guðjónsson verða með Þorsteini J í þættinum í kvöld. 16:55 Spartak Moskva – Barcelona | Sport 2 | HD 19:00 Þorsteinn J. og gestir – upphitun | Sport 2 | HD 19:30 Valencia - Bayern Munchen | Sport 4 | 19:30 Galatasaray - Man. Utd. | Sport 3 | 19:30 Juventus – Chelsea | Sport 2 | HD 21:45 Þorsteinn J. og gestir – meistaramörk | Sport 2 | HD Manchester United er eina liðið úr riðlum kvöldsins sem er þegar komið áfram upp úr sínum riðli. Fjögur lið geta treyst á sig sjálf í kvöld og komist áfram með sigri en það eru Barcelona, Celtic, Shakhtar Donetsk og Chelsea. Evrópumeistarar Chelsea mega ekki misstíga sig í Torinó þar sem liðið heimsækir Juventus. Chelsea hefur verið í ströggli heima fyrir og tapaði fyrir West Brom um helgina. „Af einhverjum ókunnum ástæðum þá virðist nóvember vera slæmur mánuður fyrir Chelsea," sagði stjórinn Roberto Di Matteo á blaðamannfundi fyrir leikinn. „Ástandið er ekki gott," viðurkenndi Brasilíumaðurinn David Luiz þegar hann var spurður um ósætti innan Chelsea-liðsins eftir tapið á laugardag. Chelsea er með eins stigs forskot á Juventus og tryggir sig því áfram með sigri. Tap flækir málin ekki síst ef Shakhtar Donetsk vinnur sinn leik á móti Nordsjælland. Chelsea þarf þá að vinna sinn leik á móti Dönunum í lokaumferðinni og treysta jafnframt á að Juve fá ekki stig á móti úkraínska liðinu. Barcelona tryggir sig áfram með útisigri á Spartak Moskvu og Celtic nægir stig á móti Benfica til að komast áfram upp úr sama riðli. Valencia og Bayern München geta líka bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum þegar þau mætast á Spáni í kvöld en aðeins ef BATE Borisov tapar stigum á móti Lille. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira
Það er mikið um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld og mikið í húfi hjá mörgum liðum í riðlakeppninni. Alls verða fjórir leikir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2 og er fyrsti leikurinn á dagskrá kl. 17 þar sem að stórlið Barcelona mætir Spartak á útivelli í Moskvu í Rússlandi. Sex félög geta tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld þegar næstsíðasta umferðin fer fram í riðlum E til H en það þarf þó mikið að gerast til að sum liðanna komist áfram. Þorsteinn J fer að venju yfir það sem hæst ber í upphitunarþætti sem hefst kl. 19 og öllum leikjum kvöldsins verða gerð skil í Meistaramörkunum sem hefjast kl. 21.45. Reynir Leósson og Heimir Guðjónsson verða með Þorsteini J í þættinum í kvöld. 16:55 Spartak Moskva – Barcelona | Sport 2 | HD 19:00 Þorsteinn J. og gestir – upphitun | Sport 2 | HD 19:30 Valencia - Bayern Munchen | Sport 4 | 19:30 Galatasaray - Man. Utd. | Sport 3 | 19:30 Juventus – Chelsea | Sport 2 | HD 21:45 Þorsteinn J. og gestir – meistaramörk | Sport 2 | HD Manchester United er eina liðið úr riðlum kvöldsins sem er þegar komið áfram upp úr sínum riðli. Fjögur lið geta treyst á sig sjálf í kvöld og komist áfram með sigri en það eru Barcelona, Celtic, Shakhtar Donetsk og Chelsea. Evrópumeistarar Chelsea mega ekki misstíga sig í Torinó þar sem liðið heimsækir Juventus. Chelsea hefur verið í ströggli heima fyrir og tapaði fyrir West Brom um helgina. „Af einhverjum ókunnum ástæðum þá virðist nóvember vera slæmur mánuður fyrir Chelsea," sagði stjórinn Roberto Di Matteo á blaðamannfundi fyrir leikinn. „Ástandið er ekki gott," viðurkenndi Brasilíumaðurinn David Luiz þegar hann var spurður um ósætti innan Chelsea-liðsins eftir tapið á laugardag. Chelsea er með eins stigs forskot á Juventus og tryggir sig því áfram með sigri. Tap flækir málin ekki síst ef Shakhtar Donetsk vinnur sinn leik á móti Nordsjælland. Chelsea þarf þá að vinna sinn leik á móti Dönunum í lokaumferðinni og treysta jafnframt á að Juve fá ekki stig á móti úkraínska liðinu. Barcelona tryggir sig áfram með útisigri á Spartak Moskvu og Celtic nægir stig á móti Benfica til að komast áfram upp úr sama riðli. Valencia og Bayern München geta líka bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum þegar þau mætast á Spáni í kvöld en aðeins ef BATE Borisov tapar stigum á móti Lille.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira