Enski boltinn

Lögreglan í Liverpool yfirheyrði Sterling

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling
Raheem Sterling Mynd/Nordic Photos/Getty
Raheem Sterling er að standa sig frábærlega innan vallar en það gengur ekki eins vel hjá þessum 17 ára strák að fóta sig utan vallar. Sky Sports segir frá því í dag að lögreglan í Liverpool hafi yfirheyrt leikmanninn.

Sterling var yfirheyrður vegna meintrar líkamsárásar á 27 ára gamla konu sem hann þekkti fyrir. Konan fékk minniháttar meiðsl í andliti eftir atvikið sem varð 2. nóvember. Sterling var ekki handtekinn og kom sjálfur niður á lögreglustöðina.

Rannsóknin er enn á frumstigi og lögreglan hefur ekki tekið neina ákvörðun um framvindu málsins en það kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni í Liverpool.

Liverpool hefur ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins en Sterling hefur spilað sig inn í enska landsliðið á sínu fyrsta alvöru tímabili með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×