Enski boltinn

Lucas gæti spilað með varaliðinu um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brasilíumaðurinn Lucas gæti mögulega spilað með varaliði Liverpool um helgina en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðan í ágúst.

Lucas meiddist á læri í leik Liverpool gegn Manchester City í lok ágúst. Endurhæfingin hefur gengið vel að undanförnu en aðstoðarstjóri Liverpool, Colin Pascoe, segir mögulegt að hann fái að spila með varaliðinu á föstudag.

„Næsta skref er að endurheimti styrk sinn á æfingum og vonandi fær hann að spila í 45 mínútur með varaliðinu á föstudaginn," sagði Pascoe.

„En læknar okkar munu meta hann á næstu dögum. Það er fyrst og fremst frábært að sjá hann aftur á æfingum enda er hann góður leikmaður."

Lucas missti af stórum hluta síðasta tímabils eftir að hann sleit krossband í hné.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×