Enski boltinn

Williams langaði að rota Suarez

Williams í leik gegn Liverpool.
Williams í leik gegn Liverpool.
Ashley Williams, fyrirliði Swansea, er heldur betur búinn að tendra bálið fyrir leikinn gegn Liverpool um helgina. Það er nefnilega verið að birta útdrátt úr bók hans í vikunni en þar tekur hann Luis Suarez, leikmann Liverpool, í gegn.

"Það er einhver ára í kringum Suarez eins og hann sé ósnertanlegur. Öll hegðun hans gerði það að verkum að mig langaði að rota hann," skrifaði Williams eftir leik liðanna á síðustu leiktíð en bókin er í raun dagbókarfærslur leikmannsins úr ensku úrvalsdeildinni.

"Okkur varð öllum óglatt yfir því hvernig hann hagaði sér og hvernig hann nálgast leikinn. Það er enginn leikmaður í deildinni sem er jafn óþolandi og hann.

"Hann dýfir sér oftar en nokkur annar sem ég hef spilað við. Hann var svo duglegur í því að ég varð orðlaus. Allan leikinn var hann að láta sig detta og öskra.

"Menn eru vissulega farnir að dýfa sér meira í deildinni en flestir bíða þó eftir snertingu. Ekki Suarez."

Verður áhugavert að fylgjast með rimmu þeirra á sunnudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×