Íslenski boltinn

Indriði Áki samdi við Val á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Indriði Áki í leik með Val í sumar.
Indriði Áki í leik með Val í sumar. Mynd/Hafliði
Hinn efnilegi Indriði Áki Þorláksson skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Vals.

Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag en Indirði Áki er sautján ára gamall og skoraði fjögur mörk með Val á lokasprettinum í Pepsi-deild karla í sumar.

Þó nokkur áhugi hefur verið á Indriða hjá erlendum félögum og var hann til að mynda á reynslu hjá Liverpool fyrr í haust.

Indriði Áki er sonur Þorláks Árnasonar knattspyrnuþjálfara en hann er nú þjálfari kvennaliðs Störnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×