Fótbolti

Klinsmann mun sækja um bandarískt ríkisfang

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klinsmann.
Jürgen Klinsmann. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í fótbolta, hefur alltaf kunnað afar vel við sig í Bandaríkjunum og hann ætlir sér nú að sækja um bandarískt ríkisfang í næstu framtíð.

Klinsmann er orðinn 48 ára gamall en hefur búið í Bandaríkjunum nær allar götur síðan að hann lagði fótboltaskóna á hilluna árið 1998.

Jürgen Klinsmann lék á sínum tíma 108 landsleiki með Þýskalandi og varð bæði Heims- og Evrópumeistari með þýska landsliðinu.

„Það mjög líklegt að ég reyni að fá bandarískan ríkisborgararétt í framtíðinni. Það mun samt taka langan tíma því þetta er langt ferli," sagði Jürgen Klinsmann sem kann því einstaklega vel að geta gengið um í Bandaríkjunum án þess að fólk þekki hann.

Bandaríska landsliðið mætir því þýska í maí og Klinsmann er þegar farið að hlakka til leiksisn en hann þjálfaði einmitt þýska landsliðið frá 2004 til 2006.

„Ég hlakka mikið til leiksins. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur að sýna Þjóðverjum hversu langt fótboltinn er kominn í Bandaríkjunum," sagði Jürgen Klinsmann sem átti frábæran feril með félögum eins og Stuttgart, Internazionale, Totenham og Bayern München.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×