Erlent

Trillukarl veiddi 500 kg bláuggatúnfisk

Kanadískur trillukarl datt í lukkupottinn um helgina þegar hann setti í risavaxinn bláuggatúnfisk undan ströndum Nova Scotia í Kanada.

Túnfiskurinn reyndist vera 500 kíló að þyngd og það tók trillukarlinn, Marc Towers, um tvo tíma að ná fiskinum upp að borðstokknum en fiskurinn var of stór til að hægt væri að taka hann um borð. Towers og félagi hans um borð ákváðu því að draga túnfiskinn í land aftan í trillu sinni.

Talið er að Towers muni fá um 4 milljónir króna fyrir þennan túnfisk í Japan en þar þykja bláuggatúnfiskar eitt besta hráefnið í sushi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×