Erlent

Vill reisa 80 þúsund manna nýlendu á Mars

Mars.
Mars. MYND/NASA
„Könnun er sjálft eðli Bandaríkjamanna og andi Bandaríkjanna kristallast í landkönnun." Þetta sagði auðkýfingurinn Elon Musk, stofnandi PayPal og SpaceX, í samtali við Bandaríska fjölmiðla á dögunum.

Musk hefur staðið í stórræðum síðastliðin misseri. Fyrr í þessum mánuði varð fyrirtæki hans, SpaceX, fyrsta einkarekna fyrirtækið til að flytja vistir og annan mikilvægan farm til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar ISS, sem nú er á sporbraut um Jörðu. Þetta þýðir að SpaceX mun sinna geimflutningum fyrir NASA og aðrar geimvísindastofnanir næstu árin.

En metnaður hans liggur ekki aðeins í vöruflutningum - Musk vill hefja flutning á fólki til Mars, og á næstu árum ef völ er á.

„Ég vill virkja þann kraft sem býr í okkur öllum," sagði Musk. „Ég kalla verkefnið Mars Oasis."

Elon Musk, stofnandi PayPal og SpaceX.MYND/AFP
Upphaflega yrðu landnemarnir tíu talsins en þeir myndu hefja uppbyggingu á rauðu plánetunni. Vinnan fellst í því að reisa gróðurhús og helstu innviði. Síðar meir myndu fjöldaflutningar hefjast.

Musk telur að nýlendan á Mars myndi á endanum rúma um 80 þúsund manns. Hún yrði einkarekin og árlegur viðhaldskostnaður myndi nema um 36 milljörðum dollurum, eða það sem nemur 4.539 milljörðum íslenskra króna.

Vandamálin eru þó mýmörg. Meðal annars þurfa Musk og verkfræðingar hans að átta sig hvernig best sé að flytja fólk til Mars en gríðarleg geislunarhætta fylgir slíkri geimferð.

Auk þess þarf Musk að setja saman áætlun um lendingarfasa og á endanum þarf að halda landkönnuðum á lífi enda er Mars hreint ekki viðkunnalegur staður.

Hægt er að lesa viðtalið við Musk hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×