Enski boltinn

Fjallað um feril Gylfa á heimasíðu úrvalsdeildarinnar | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Friðrik Dór Jónsson ræðir um æskuvin sinn í myndbandinu.
Friðrik Dór Jónsson ræðir um æskuvin sinn í myndbandinu. Skjáskjot
Leið Gylfa Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildina er til umfjöllunar á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar. Í fimm mínútna löngu myndbandi er rætt við íslenska vini og þjálfara Gylfa ásamt því sem leikmaðurinn ræðir sjálfur um ferilinn.

Gylfi ræðir um uppvaxtarárin á Íslandi og hvernig lífið á Íslandi sé. Þar þekki allir alla og allt öðruvísi andrúmsloft en í stórborg á borð við London.

„Það var erfitt að vera einn á Englandi fyrstu sex mánuðina. Foreldrar mínir fluttu til mín sem gerði mér auðveldara um vik. Þá leið mér eins og ég væri á Íslandi. Eini munurinn var að ég var að spila fótbolta í öðru landi," segir Gylfi um vistaskipti sín til Reading er kappinn var aðeins 15 ára.

Frá Reading lá leiðin til Hoffenheim, þaðan á lánssamningi til Swansea en í dag spilar Hafnfirðingurinn, eins og allir vita, með liði Tottenham.

Rætt er við Friðrik Dór Jónsson, æskuvin Gylfa, og Róbert Magnússon, þjálfara Gylfa hjá FH.

Myndbandið má sjá mér því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×