Enski boltinn

Villas-Boas býst við að stórliðin sýni Bale áhuga

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Gareth Bale skorar hér annað mark Tottenham gegn Liverpool á White Hart Lane.
Gareth Bale skorar hér annað mark Tottenham gegn Liverpool á White Hart Lane. Nordic Photos / Getty Images
Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, býst við því að mörg lið eigi eftir að bera víurnar í Gareth Bale þegar leikmannamarkaðurinn opnar í janúar.

Bale fór á kostum í gærkvöld í 2-1 sigri liðsins gegn Liverpool en hann lagði upp fyrra markið sem Aaron Lennon skoraði og hann skoraði síðara markið sjálfur úr aukaspyrnu. Reyndar skoraði Bale eitt mark til viðbótar því hann skoraði sjálfsmark í síðari hálfleik.

Bale skrifaði undir samning við Tottenham s.l. sumar en þrátt fyrir það hafa stórlið á borð við Barcelona og Real Madrid sýnt hinum 23 ára gamla miðjumanni mikinn áhuga.

„Ég þessari stundu er Bale að einstaklega vel fyrir félagið – og við dáumst að því hvað hann getur gert. Hann á eftir að eiga frábæran feril," sagði Villas-Boas í gær.

„Tottenham vill að sjálfsögðu halda Bale eins lengi og hægt er. Það er eðli knattspyrnunnar að leikmenn fá tilboð og þeir kanna möguleika sína," sagði Villas-Boas. Tottenham er í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig en WBA er þar fyrir ofan með 26.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×