Fótbolti

Heerenveen steinlá fyrir PSV

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð í baráttunni í dag.
Alfreð í baráttunni í dag. Nordic Photos / Getty Images
Alfreð Finnbogason spilaði allan leikinn þegar að Heerenveen mátti þola stórt tap fyrir toppliði PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

PSV vann 5-1 sigur eftir að Daniel de Ridder hafði komið Heerenveen yfir snemma leiks. Tim Matavz skoraði tvö marka PSV.

PSV er með 30 stig í efsta sæti deildarinnar að loknum tólf umferðum. Heerenveen er í þrettánda sæti með þrettán stig.

Þess má svo geta að Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn þegar að NEC Nijmegen vann Heracles, 3-2, í gær. NEC er í sjöunda sæti deildarinnar með nítján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×