Enski boltinn

Raheem Sterling mun gera langtímasamning við Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling.
Raheem Sterling. Mynd/Nordic Photos/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er fullviss um það að hinn 17 ára gamli Raheem Sterling muni skrifa undir langtímasamning við félagið á næstunni. Sterling hefur slegið í gegn á tímabilinu og enskir miðlar hafa birt fréttir af áhuga annarra liða.

Raheem Sterling má ekki skrifa undir atvinnumannsamning fyrr en hann verður 18 ára í næsta mánuði en hann lék sinn fyrsta landsleik með Englandi á dögunum. Sterling lagði upp tvö marka Liverpool í 3-0 sigri á Wigan um helgina og allir stuðningsmenn Liverpool vilja sjá strákinn skrifa undir nýjan samning.

„Við viljum að hann haldi áfram að vaxa og dafna. Af hverju ætti hann að vilja fara frá einu af stærstu félögunum í heimi? Þetta er auðveld ákvörðun fyrir hann," sagði

Brendan Rodgers.

„Skilaboð okkar eru mjög skýr. Öll félög sem ætla sér að stela honum af okkur eru eyða tíma sínum til einskis. Raheem er á góðum stað. Hann hefur fengið tækifærið á þessu tímabili og nýtur sín. Hann mun skrifa undir nýjan samning af því að hann vill vera hér og veit að hann getur orðið frábær hjá þessum fótboltafélagi," bætti Rodgers við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×