Fótbolti

Mons-liðið stoppaði Eið Smára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen náði ekki að skora í fimmta leiknum í röð þegar Cercle Brugge tapaði 2-3 á útivelli á móti Mons í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Eiður Smári var búinn að skora í fyrstu fjórum leikjum sínum í búningi Cercle Brugge en í kvöld var það Mushaga Bakenga sem skoraði bæði mörk liðsins.

Mushaga Bakenga kom Cercle í 1-0 strax a 7. mínútu en Jérémy Perbet (19. mínúta) og Tom Van Imschoot (55. mínúta) svöruðu með tveimur mörkum fyrir Mons. Bakenga jafnaði á 64. mínútu en Mäel Lepicier skoraði sigurmarkið sex mínútum síðar.

Eiður Smári og Arnar Þór Viðarsson léku báðir allan leikinn með Cercle Brugge í kvöld. Cercle Brugge er í neðsta sæti deildarinnar en Mons fór upp í áttunda sæti með þessum sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×