Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir Start þegar liðið tryggði sér sigur í norsku b-deildinni með 3-0 heimasigri á Kongsvinger í dag. Start hefur sex stiga forskot á Sarpsborg 08 þegar ein umferð er eftir en bæði Íslendingaliðin hafa tryggt sér sæti í norsku úrvalsdeildinni.
Matthías skoraði bæði mörkin sín í fyrri hálfleik en hann kom Start í 2-0 á fyrstu 24 mínútum leiksins. Fyrra markið skoraði hann með góðu skoti af 16 metra færi á 9. mínútu en í því síðara lék hann eftir tilþrif Svíans Zlatans Ibrahimovic frá EM 2004 og skoraði með hælsparki yfir sig.
Svipmyndir úr leiknum má sjá með því að smella hér.
Ernest Asante skoraði þriðja mark Start tveimur mínútum eftir annað mark Matthíasar. Matthías spilaði allan leikinn eins og Guðmundur Kristjánsson.
Matthías hefur þar með skoraði 18 deildarmörk á tímabilinu og er markahæstur í deildinni ásamt Martin Wiig hjá Sarpsborg 08.
Haraldur Björnsson stóð í marki Sarpsborg 08 þegar liðið tryggði sér endanlega sæti í norsku úrvalsdeildinni með 3-2 heimasigri á Notodden.
Matthías lék eftir tilþrif Zlatans frá EM 2004
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn



Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Ég get ekki beðið“
Handbolti

„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn


Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
