Fótbolti

Eiður skoraði fyrir Cercle Brugge

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Eiður Smári Guðjohnsen virðist finna sig vel í búningi belgíska liðsins Cercle Brügge en hann skoraði mark þess í 2-1 tapi fyrir Mechelen í kvöld.

Markið skoraði hann á 67. mínútu og jafnaði þá metin í 1-1 en sigurmark Mechelen kom tíu mínútum síðar. Þetta var hans fyrsti leikur í byrjunarliði en hann kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrr í mánuðinum og var þá aðeins nokkrar mínútur að skora.

Arnar Þór Viðarsson var að venju í byrjunarliði Cercle Brügge en var tekinn af velli um miðjan síðari hálfleikinn. Liðið er sem fyrr í botnsæti deildarinnar með fjögur stig.

Ólafur Ingi Skúlason var í byrjunarliði Zulte-Waregem sem tapaði fyrir Lokeren, 3-0, á heimavelli. Þá lék Stefán Gíslason með Leuven í 4-1 sigri á toppliði Club Brugge.

Zulte-Waregem er í fimmta sæti deildarinnar með nítján stig en Leuven í því sjötta með sautján.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×