Fótbolti

Mark Eiðs Smára í gær - Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári fagnar marki sínu í gær.
Eiður Smári fagnar marki sínu í gær. Nordic Photos / AFP
Eiður Smári Guðjohnsen hefur nú skorað í sínum tveimur fyrstu leikjum með belgíska liðinu Cercle Brugge en það dugði þó ekki til gegn KV Mechelen í gær.

Eiður skoraði eina mark Cercle Brugge í 1-2 tapi í gær en það gerði hann af stuttu færi eftir hornspyrnu, eins og sjá má hér.

Cercle Brugge er í neðsta sæti belgísku deildarinnar með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×