Fótbolti

Enn skorar Alfreð | Sex mörk í sjö leikjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alfreð virðist líða vel í bláum og hvítum búningi Heerenveen.
Alfreð virðist líða vel í bláum og hvítum búningi Heerenveen.
Alfreð Finnbogason heldur áfram að skora fyrir hollenska félagið Heerenveen. Liðið vann 3-0 sigur á Groningen á heimavelli í dag og skoraði Alfreð eitt marka liðsins úr vítaspyrnu.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu heimamenn þrisvar sinnum í síðari hálfleik. Rajiv Van La Parra skoraði tvívegis, á 61. mínútu og 83. mínútu, en í millitíðinni fékk Heerenveen vítaspyrnu. Íslenski landsliðsmaðurinn fór á punktinn og skoraði.

Alfreð hefur nú skorað sex mörk í sjö leikjum með hollenska félaginu sem situr í 11. sæti með tíu stig. Groningen hefur stigi meira. Twente situr á toppi deildarinnar með 22 stig en PSV og Vitesse Arnheim eru stigi á eftir toppliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×