Erlent

Fundu áður óþekktar rafrænar bakteríur í Árósahöfn

Danskir vísindamenn hafa fundið áður óþekktar lífverur á botni hafnarinnar í Árósum. Þetta kallast rafrænar bakteríur því mælanlegur rafstraumur er til staðar í þeim.

Bakteríur þessar virka nákvæmlega eins og rafmagnskapall. Þær geta orðið allt að tveggja sentimetra langar en eru aðeins um einn þúsundasti af millimetra á breidd. Þegar þær eru skornar í tvennt rofnar rafstraumurinn í þeim eins og í rafmagnskapli.

Í frétt um málið í Politiken segir að þessar bakteríur hafi hvergi fundist annarsstaðar í heiminum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.