Íslenski boltinn

Viktor Bjarki samdi við Fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Bjarki Arnarsson.
Viktor Bjarki Arnarsson. Mynd/Daníel
Viktor Bjarki Arnarsson, gekk í dag frá tveggja ára samning við Fram og mun spila með liðinu í Pepsi-deild karla næsta sumar. Viktor Bjarki hefur spilað með KR undanfarin þrjú sumur. Þetta kom fram á heimasíðu Fram.

Viktor Bjarki var með 3 mörk og 2 stoðsendingar með KR í Pepsi-deildinni í sumar en sumarið á undan skoraði hann 3 mörk og gaf 5 stoðsendingar þegar KR-ingar urðu Íslandsmeistarar.

Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var ánægður með nýjasta leikmaninn sinn samkvæmt frétt á heimasíðu Fram. „Hann er gæðaleikmaður sem mun koma með aukna reynslu inn í leikmannahópinn, reynslu sem hefur vantað," sagði Þorvaldur á heimasíðu Fram.

Viktor Bjarki er uppalinn í Víkingi en hefur einnig spilað með Fylki í úrvalsdeild karla. Hann hefur skorað 23 mörk í 128 leikjum í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×