Fótbolti

Lukkudýr HM 2014 fær ekki að vera í friði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lukkudýrið á HM 2014.
Lukkudýrið á HM 2014. Mynd/Nordic Photos/Getty
Brasilíumenn eru greinilega ekki nógu sáttir við nýja lukkudýrið fyrir HM í fótbolta 2014 því tvisvar sinnum á stuttum tíma hafa skemmdarvargar eyðilegt uppblásna útgáfa af lukkudýrinu.

Lukkudýrið er brosandi beltisdýr og seinna verður kosið um það hvort að það heiti Amijubi, Fuleco eða Zuzeco. Lukkudýrið er af ætt þrígjörðaunga sem tegund bundin við Brasilíu og í útrýmingarhættu.

Lukkudýrið var sjö metra há uppblásin dúkka sem var sett upp nálægt götu þar sem finna má margar ríkisbyggingar í höfuðborginni. Að þessu sinni voru það unglingar sem réðust á lukkudýrið með hnífum.

Í síðustu viku eyðilagðist önnur uppblásin útgáfa af lukkudýrinu í Porto Alegre eftir að mótmælendur beindu reiði sinni þangað. Lukkudýrið má einnig finna í öðrum borgun eins og Sao Paulo.

Í náttúrunni getur Þrígjörðaungur varið sig með því að rúlla sér upp í bolta en svo er að sjálfsögðu ekki farið með uppblásnu dúkkurnar og því fór sem fór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×