Íslenski boltinn

Gunnar ráðinn þjálfari Selfoss

Gunnar að stýra HK.
Gunnar að stýra HK.
Selfyssingar voru fljótir að finna arftaka Loga Ólafssonar, sem tók við Stjörnunni í gær, því félagið réð Gunnar Guðmundsson sem þjálfara í dag.

Gunnar er þjálfari U-17 ára landsliðs Íslands en var þjálfari HK á árunum 2004-08 og gerði góða hluti í Kópavoginum.

Selfyssingar munu mæta með mikið breytt lið til leiks næsta sumar og þá vantar góðan mann í að byggja upp nýtt lið þar í bæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×