Enski boltinn

Borini fótbrotnaði á landsliðsæfingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Borini, sóknarmaður hjá Liverpool, meiddist á æfingu ítalska U-21 landsliðsins nú í vikunni og verður frá næstu vikurnar af þeim sökum.

Borini brákaði bein í hægri fæti á æfingu ítalska liðsins fyrir leik gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2013.

Hann gekk í raðir Liverpool í sumar en óvíst er hversu lengi hann verður frá keppni.

Borini var áður á mála hjá Roma auk þess sem hann lék nokkra leiki með Chelsea á sínum tíma. Hann er 21 árs gamall og á enn eftir að skora í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×