Fótbolti

Marcelo frá í þrjá mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marcelo í leik með Real Madrid.
Marcelo í leik með Real Madrid. Nordic Photos / Getty Images
Varnarmaðurinn Marcelo verður frá næstu þrjá mánuðina eftir að hafa meiðst á landsliðsæfingu með Brasilíu um helgina.

Marcelo braut bein í fæti og er ekki útilokað að hann þurfi að fara í aðgerð. Brasilía mætir Japan í vináttulandsleik á morgun en Marcelo leikur með Real Madrid á Spáni.

„Ég kem fljótt til baka," sagði hann við fjölmiðla í heimalandinu. „Það er enn nægur tími til stefnu fyrir Álfukeppnina og ég stefni að því að spila með í henni."

Marcelo missir því af næstu leikjum Real Madrid í Meistaradeild Evrópu, til að mynda gegn Manchester City þann 21. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×