Christoph Waltz, sem fékk óskarsverðlunin fyrir að leika nasistaforingja í myndinni Inglourious Basterds mun leika Mikhail Gorbachev, fyrrverandi forseta Sovétríkjanna, í myndinni Reykjavík.
Það er Mike Newell sem leikstýrir myndinni, en eins og áður hefur komið fram mun Michael Douglas leika sjálfan Ronald Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Eins og fram kemur á vefnum Variety fjallar myndin um leiðtogafundinn í Höfða, sem haldinn var árið 1986 og er oft sagður hafa markað upphafið af endalokum Kalda stríðsins.
Skúrkurinn úr Inglourious Basterds leikur Gorbachev í Reykjavík
Jón Hákon Halldórsson skrifar
