Íslenski boltinn

Heimir: Gunnleifur hafði ekki áhuga á okkar tilboði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að Gunnleifur Gunnleifsson hafi hafnað nýju samningstilboði frá félaginu.

Gunnleifur er á leið í Breiðablik þar sem hann mun skrifa undir þriggja ára samning. Gunnleifur hefur þó sjálfur ekki viljað tjá sig um málið.

„Auðvitað hefðum við viljað hafa Gunnleif áfram. Við vorum tilbúnir að bjóða honum góða eins árs samning en hann hafði ekki áhuga á því," sagði Heimir í samtali við Boltann á X-inu í dag.

„Hefðin hjá FH hefur verið sú að þegar leikmenn ná ákveðnum aldri fá þeir ekki langtímasamninga. Þeir fá bara eitt ár og ef þeir standa sig fá þeir nýjan eins árs samning."

Heimir segir að Róbert Örn Óskarsson fái nú tækifærið sem aðalmarkvörður FH en að félagið muni einnig líta í kringum sig eftir nýjum markverði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×