Fótbolti

Leikmenn enska landsliðsins í Twitter-banni fyrir leiki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt nýjum reglum enska knattspyrnusambandsins verður leikmönnum enska landsliðsins meinað að tjá sig á Twitter fyrir landsleiki.

Bannið tekur gildi 24 klukkustundum fyrir leik en reglurnar taka gildi í nóvember. Leikmönnum verður bannað að tjá sig um andstæðinginn, þjálfara eða aðra einstaklinga tengda leiknum á einn eða annan hátt.

Þeim verður þó heimilt að birta færslur ef þær eru samþykktar fyrirframa af fulltrúm enska knattspyrnusambandsins.

Nýju reglurnar ná einnig yfir aðra þætti eins og tölvuleikjanotkun - sem verður framvegis takmörkuð. Þá er sérstaklega fjallað um ábyrgð fyrirliða og hegðun hans bæði innan vallar sem utan.

Nú nýlega komu þeir Ashley Cole og Ryan Bertrand sér í vandræði fyrir skrif á Twitter-síður sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×