Fótbolti

Neymar: Ég ákveð mína framtíð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brasilíumaðurinn Neymar hefur enn og aftur ítrekað að það sé ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé á leið frá Santos í heimalandinu.

Fjárfestingafélag að nafni DIS á 40 prósenta hlut af samningsrétti Neymar sem segir engu að síður að hann muni sjálfur taka ákvörðun um framtíð sína í samstarfi við föður sinn.

„Það má vel vera að DIS eigi hluta af mínum rétti en þeir hafa ekki akvörðunarvald um líf mitt," sagði Neymar við fjölmiðla í heimalandinu. Hann var þá nýbúinn að spila sinn 200. leik með Santos.

„Ég og faðir minn munum taka ákvörðun um þetta. Þegar við segjum að ég sé á leiðinni í burtu megið þið trúa því. Sögusagnir verða alltaf á kreiki og þið haldið því stöðugt fram að ég sé á leiðinni í burtu. En nú megið þið vinsamlegast trúa mér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×