Íslenski boltinn

Hilmar Geir hættur hjá Keflavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Hilmar Geir Eiðsson mun ekki spila með Keflavík í Pepsi-deild karla á næsta tímabili en hann hefur ákveðið að finna sér félag á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur en þar er honum þakkað góð störf. Hilmar Geir kom frá Haukum árið 2011 og lék því í tvö tímabil með Keflvíkingum. Hann skoraði sex mörk í 40 deildarleikjum.

Hilmar Geir sendi einnig stuðningsmönnum liðsins kveðju sem má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×