Fótbolti

Pique og Shakira ætla að skíra drenginn Biel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Shakira á sviðinu í Bakú í Aserbaídsjan.
Shakira á sviðinu í Bakú í Aserbaídsjan. Nordic Photos / Getty Images
Stjörnuparið Gerard Pique, leikmaður Barcelona, og tónlistarkonan Shakira eiga von á sínu fyrsta barni saman og mun hann bera nafnið Biel.

Fyrr í þessum mánuði greindi Shakira frá því að hún væri með dreng undir belti og nú er fullyrt að foreldrarnir verðandi hafi þegar ákveðið nafn. Hann muni heita Biel sem er dregið af öðru nafni, Gabriel.

Shakira tróð nýverið upp á lokaathöfn HM U-17 liða kvenna sem fór fram í Aserbaídsjan.

„Eftir nokkrar mínútur fer barnið okkar á svið í fyrsta sinn - og það í tengslum við fótboltaleik," skrifaði hún á Twitter-síðu sína við það tilefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×