Fótbolti

Chelsea refsaði Terry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Terry með knattspyrnustjóranum Roberto Di Matteo.
Terry með knattspyrnustjóranum Roberto Di Matteo. Nordic Photos / Getty Images
Chelsea hefur nú staðfest að félagið hafi beitt John Terry refsingu fyrir að hafa niðrandi ummæli um Anton Ferdinand, leikmann QPR.

Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem það fordæmir hegðun Terry og segir að hún hafi ekki verið sæmandi fyrir leikmann Chelsea.

Terry var dæmdur í fjögurra leikja bann og sektaður um 220 þúsund pund. En stjórn Chelsea ákvað að refsa Terry enn frekar. Félagið mun þó ekki greina frá því hvers eðlis viðurlögin eru.

Lesa má tilkynningu Chelsea í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

Terry biðst afsökunar

John Terry sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann viðurkennir að hann hafi notað óviðeigandi orðbragð í leik Chelsea og QPR á síðasta tímabili.

Terry áfrýjar ekki | Fer í fjögurra leikja bann

John Terry hefur ákveðið að áfrýja ekki úrskurði aganefndar enska knattspyrnusambandsins og mun því taka út fjögurra leikja bann fyrir að beita Anton Ferdinand, leikmann QPR, kynþáttaníði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×