Íslenski boltinn

Breiðablik boðar til blaðamannafundar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson fagnar með FH í sumar.
Gunnleifur Gunnleifsson fagnar með FH í sumar. Mynd/Daníel
Breiðablik hefur boðað til blaðamannafundar þar sem nýr leikmaður liðsins verður kynntur til sögunnar. Ekki er búist við öðru en að um Gunnleif Gunnleifsson, landsliðsmarkvörð, sé að ræða.

Gunnleifur hafnaði nýjum samningstilboði frá FH á dögunum og er talið að hann muni gera þriggja ára samning við Blika.

Hann varð Íslandsmeistari með FH í sumar en hann var fyriliði liðsins. Gunnleifur er 37 ára gamall og hefur einnig spilað með HK, KR og Keflavík á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×