Gunnleifur: Vona að HK-ingar skilji ákvörðun mína Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. október 2012 14:48 Mynd/Anton Hinn 37 ára Gunnleifur Gunnleifsson gerði í dag þriggja ára samning við Breiðablik en hann ætlar sér að ná langt með liðinu á næstu árum. „Ég er spenntur og virkilega stoltur af þeim áhuga sem mér var sýndur og þeirri vinnu sem Breiðablik lagði í að fá mig," sagði Gunnleifur í samtali við Vísi eftir að hann skrifaði undir samninginn í dag. Gunnleifur hafnaði samningstilboði frá FH þar sem hann hefur verið síðustu þrjú tímabilin. Hann segir að þá fyrst hafi Breiðablik komið til sögunnar. „FH var fyrsti kostur hjá mér þegar að samningamál fóru í gang hjá mér eftir tímabilið. Ég vildi fá langtímasamningu og taldi að eins árs samningur væri ekki fýsilegur kostur fyrir mig og mína. Það var það sem FH bauð." „Viðræðurnar strönduðu á því og ég ákvað að segja skilið við FH. Þá kom Breiðablik til sögunnar og ákvað að bjóða mér þriggja ára samning. Ég var ánægður með það enda finnst mér að ég eigi mörg ár eftir í hæsta klassa hér á Íslandi." Hann vildi koma fram þökkum til FH fyrir sinn tíma þar en Gunnleifur var fyrirliði liðsins og lyfti Íslandsmeistarabikarnum nú í lok tímabilsins. „Minn tími hjá FH var yndislegur og þar eignaðist ég marga góða vini. Þetta er frábært félag sem reyndist mér og minni fjölskyldu vel." Gunnleifur er uppalinn HK-ingur og lék með lengi með liðinu áður en hann fór yfir til FH. Hann segir engu að síður ekki erfitt að skipta yfir í græna búninginn. „Hjá mér snýst lífið um fjölskylduna mína. Ég taldi það best fyrir mig og mína að taka tilboði Breiðabliks og starfa hjá félagi þar sem umhverið er gott og metnaðurinn mikill. Það breytir því þó ekki að mér þykir alltaf jafn vænt um HK." segir Gunnleifur sem lét húðflúra merki HK á sig á sínum tíma. „Ég neita því ekki að ég sé mikill HK-ingur enda mæti ég á alla leiki með HK sem ég get. Vonandi haf HK-ingar skilning á þessari ákvörðun minni enda tók ég hana með hagsmuni mína og fjölkyldu minnar í huga." Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Hinn 37 ára Gunnleifur Gunnleifsson gerði í dag þriggja ára samning við Breiðablik en hann ætlar sér að ná langt með liðinu á næstu árum. „Ég er spenntur og virkilega stoltur af þeim áhuga sem mér var sýndur og þeirri vinnu sem Breiðablik lagði í að fá mig," sagði Gunnleifur í samtali við Vísi eftir að hann skrifaði undir samninginn í dag. Gunnleifur hafnaði samningstilboði frá FH þar sem hann hefur verið síðustu þrjú tímabilin. Hann segir að þá fyrst hafi Breiðablik komið til sögunnar. „FH var fyrsti kostur hjá mér þegar að samningamál fóru í gang hjá mér eftir tímabilið. Ég vildi fá langtímasamningu og taldi að eins árs samningur væri ekki fýsilegur kostur fyrir mig og mína. Það var það sem FH bauð." „Viðræðurnar strönduðu á því og ég ákvað að segja skilið við FH. Þá kom Breiðablik til sögunnar og ákvað að bjóða mér þriggja ára samning. Ég var ánægður með það enda finnst mér að ég eigi mörg ár eftir í hæsta klassa hér á Íslandi." Hann vildi koma fram þökkum til FH fyrir sinn tíma þar en Gunnleifur var fyrirliði liðsins og lyfti Íslandsmeistarabikarnum nú í lok tímabilsins. „Minn tími hjá FH var yndislegur og þar eignaðist ég marga góða vini. Þetta er frábært félag sem reyndist mér og minni fjölskyldu vel." Gunnleifur er uppalinn HK-ingur og lék með lengi með liðinu áður en hann fór yfir til FH. Hann segir engu að síður ekki erfitt að skipta yfir í græna búninginn. „Hjá mér snýst lífið um fjölskylduna mína. Ég taldi það best fyrir mig og mína að taka tilboði Breiðabliks og starfa hjá félagi þar sem umhverið er gott og metnaðurinn mikill. Það breytir því þó ekki að mér þykir alltaf jafn vænt um HK." segir Gunnleifur sem lét húðflúra merki HK á sig á sínum tíma. „Ég neita því ekki að ég sé mikill HK-ingur enda mæti ég á alla leiki með HK sem ég get. Vonandi haf HK-ingar skilning á þessari ákvörðun minni enda tók ég hana með hagsmuni mína og fjölkyldu minnar í huga."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira