Íslenski boltinn

Rúnar framlengir við Valsmenn

Rúnar Már á ferðinni í sumar.
Rúnar Már á ferðinni í sumar.
Miðjumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við Val. Rúnar var yfirburðamaður í liði Vals í sumar.

"Ég er mjög ánægður með þetta enda hefur mér liðið mjög vel í Val. Ég kom fyrir þremur árum til félagsins og hef bætt mig jafnt og þétt sem leikmaður og tekið miklum framförum," segir Rúnar í fréttatilkynningu frá Val.

"Það eru spennandi tímar framundan og ég vil taka þátt í því. Hugurinn stefnir auðvitað út og að spila erlendis en ef það gengur ekki eftir vil ég vera áfram á Hlíðarenda og spila með Val, þess vegna er ég búinn að framlengja samning minn við félagið."

Eins og Rúnar segir stefnir hugur hans út og má ganga út frá því að hann sé með ákvæði í samningnum að hann geti gengið út komi gott tilboð að utan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×