Íslenski boltinn

Daði orðinn FH-ingur á nýjan leik

Markvörðurinn Daði Lárusson er orðinn leikmaður FH á nýjan leik en hann kemur til félagsins frá Haukum.

Þangað fór Daði er FH fékk Gunnleif Gunnleifsson til félagsins. Nú er Gunnleifur farinn og þá hóaði FH í Daða til þess að vera Róberti Erni Óskarssyni innan handar en FH ætlar að veita honum traustið næsta sumar.

Daði er orðinn 39 ára gamall og stóð sig vel með Haukaliðinu í 1. deildinni síðasta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×