Íslenski boltinn

Wicks verður áfram hjá Þórsurum

Josh Wicks.
Josh Wicks. mynd/þór
Hinn magnaði markvörður Þórsara, Josh Wicks, mun verja mark norðanmanna í Pepsi-deildinni næsta sumar en það var staðfest á heimasíðu félagsins í kvöld.

Wicks sló í gegn í búrinu hjá Þór í fyrra og varði eins og berserkur eftir að hann kom til félagsins. Markvarsla hans átti stóran þátt í því að Þór vann 1. deildina.

Þór lagði því eðlilega mikla áherslu á að halda kappanum og það hefur nú tekist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×