Fótbolti

Serbar svara fyrir sig á Youtube

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Serbneska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér myndband þar sem þrætt er fyrir að Danny Rose hafi orðið fyrir kynþáttaníði í U-21 leik Serbíu og Englands á dögunum.

Rose fékk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka boltanum upp í áhorfendastúku eftir að leiknum lauk. Hann sagði svo við fjölmiðla að áhorfendur hefðu líkt eftir apahljóðum í hvert sinn sem hann snerti boltann, auk þess sem að smásteinum hafi verið kastað í höfuð hans tvívegis í leiknum.

Serbneska knattspyrnusambandið svaraði fyrir sig í gær með yfirlýsingu um að Rose hafi sýnt óviðeigandi, óíþróttamannslega og lágkúrulega hegðun gagnvart stuðningsmönnum serbneska U-21 landsliðsins.

Enn fremur er því haldið fram að þessi hegðun hans hafi valdið því að upp úr sauð þegar leikmenn gengu til búningsklefa eftir leik. Serbneska sambandið harðneitar því að Rose hafi mátt þola kynþáttaníð hvorki fyrir lék né meðan á honum stóð.

Sú fullyrðing er svo studd í myndbandinu hér fyrir ofan. Hins vegar hafa önnur myndskeið komið fram, eins og þetta hér, þar sem heyra má áðurnefnd apahljóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×