Íslenski boltinn

Chopart: Vantar aðeins upp á fagmennskuna í íslenska boltanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chopart fagnar einu marka sinna í sumar.
Chopart fagnar einu marka sinna í sumar. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Kennie Chopart, sem lék með Stjörnunni í Pepsi-deild karla í sumar, vill komast að í betri deild. Hann segist þó hafa notið sín vel í íslenska boltanum.

„Þetta var frábært, það verð ég að segja. Ég skoraði alls átta mörk og lagði upp nokkur til viðbótar. Ég get því ekki kvartað," sagði hann við danska fjölmiðla.

„Þetta fór fram úr mínum væntingum og mér finnst ég klárlega nógu þroskaður til að geta búið einn í öðru landi."

„Ég vil þó komast í eitthvað stærra. Fótboltinn þarna er allt í lagi en það vantar aðeins upp á fagmennskuna á nokkrum sviðum. Ég er kominn aftur til Danmerkur og geri í raun lítið annað en að sitja í sófanum. Ég bíð þess að umboðsmaður minn hringi í mig."

„Ég er til í hvað sem er - líka sænska og norska boltann. Best væri að finna danskt félag en ég væri líka til í að upplifa eitthvað nýtt ef mér gefst tækifæri til þess."

„Ef mér mun ekki bjóðast neitt nógu spennandi er það vel mögulegt að ég muni snúa aftur til Íslands. En nú er forgangsröðunin þannig að ég vilji prófa eitthvað stærra."

Chopart er 22 ára gamall og lék áður með Esbjerg í danska boltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×