Fótbolti

Owen þarf stiga til að spila með Stoke

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson sló á létta strengi á blaðamannafundi í morgun fyrir leik sinna manna í Manchester United gegn Stoke um helgina.

Michael Owen gekk í raðir Stoke í haust en hann var þar áður á mála hjá United. Hann mun því snúa aftur á Old Trafford um helgina í fyrsta sinn síðan hann fór frá félaginu.

Leikmenn Stoke eru margir mjög hávaxnir og er Owen með sína 173 sentímetra afar lágvaxinn í samburði við marga þeirra.

„Michael má ekki spila með nema hann komi með stiga. Þetta er hávaxnasta lið Evrópu," sagði Ferguson í léttum dúr. „Það er erfitt að eiga við þá í föstum leikatriðum en það þýðir ekki að láta þetta hræða sig. Vonandi getum við spilað okkar leik og náð góðum úrslitum."

Ferguson segir að Ashley Young sé orðinn leikfær á nýjan leik eftir veggja mánaða fjarveru vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×